„Mósaík“ getur einnig átt við sjónvarpsþáttinn Mósaík .
Mósaík frá Pompei

Mósaík er mynd sem er sett saman úr litlum mislitum flísum (úr steini, gleri eða brenndum leir), sem mynda eina heild.

Mósaík á íslensku

Íslenskir höfundar hafa margir reynt að finna íslenskt heiti yfir mósaík, en ekkert eitt hefur haft sigur yfir önnur. Á meðal þeirra orða sem komið hafa upp má til dæmis nefna orð eins og: steinfella (eða steinfellumynd), steinglit (eða steinglitsmynd), flögumynd eða glerungsmynd. Jón Trausti rithöfundur kallaði mósaík steintiglaleggingu er hann skrifaði um mósaíkverkin í Grünes Gewölbe þegar hann ferðaðist um Þýskaland árið 1905. Thor Vilhjálmsson nefndi mósaík litagnamynd í bók sinni Hvað er San Marino?


Þessi grein notar efni úr Wikipedia greininni Mósaík, sem er gefin út undir Creative Commons Attribution-Share-Alike License 3.0.