Útsaumuð ábreiða
Útsaumað altarisklæði í Reykholti

Útsaumur er handavinna þar sem ofið efni eða annars konar efni er skreytt með nál og þræði eða garni. Í útsaumi eru einnig notaður önnur efni eins og málmþræðir, perlur, kúlur, fjaðrir og pallíettur. Útsaumur oft notaður á húfur og hatta, ábreiður og veggteppi, treyjur og pils, sokka og skyrtur.

Meðal forna útsaumstegunda eru refilsaumur, skattering, blómstursaumur, fléttuspor (gamli krosssaumurinn,) augnsaumur, glitsaumur og skakkaglit.

Í námskrá fyrir grunnskóla frá 1977 eru þessar útsaumstegundir nefndar: krosssaumur, þræðispor, frjálst spor, afturstingur, leggsaumur, lykkjuspor, tunguspor og krókspor.

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Útsaumur

Þessi grein notar efni úr Wikipedia greininni Útsaumur, sem er gefin út undir Creative Commons Attribution-Share-Alike License 3.0.